Leggur til hertari aðgerðir og íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að halda sig heima

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er með enn hertari aðgerðir í smíðum og mun senda ráðherra minnisblað með tillögum í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við fréttastofu Vísis

Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi hér á landi síðan í vor en 99 greindust með kórónuveirusmit í gær. Sjá einnig hér: 99 kórónuveirusmit í gær – Þrír í öndunarvél

„Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi

Hann segir að íbúar höfuðborgarsvæðisins verðir hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og takmarka ferðir til og frá höfuðborgarsvæðisins.

„Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir.

Búið er að boða til upplýsingafundar almannavarna í dag klukkan 15 þar sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Auglýsing

læk

Instagram