Líkfundur nálægt Sólfarinu

Mikil leit stóð yfir í morgun eftir að tilkynnt var um mannlausan bát í fjörunni í Engey.

Þyrla landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni ásamt sjóbjörgunarbátum frá björgunarsveitum á Kjalarnesi, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Alls tóku í kringum tuttugu björgunarsveitarmenn þátt í leitinni.

Skipverji bátsins fannst látinn um klukkan 14 í dag í sjónum norðan Sæbrautar, skammt frá Sólfarinu.

Unnið er að rannsókn málsins og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Auglýsing

læk

Instagram