Miðahafi á Selfossi var einn með al-íslenska 3. vinninginn

Enginn náði að landa 1. vinningi þessa vikuna í Víkingalottó og verður potturinn því 4faldur í næstu viku. Tveir Norðmenn skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor um sig rúmlega 10,6 milljónir í sinn hlut.

Viðskiptavinur sem keypti miðann sinn hjá N1 á Selfossi var einn með al-íslenska 3. vinninginn og hlýtur að launum 1.786 þúsund krónur.  Þá voru þrír með 4. vinning og hljóta þeir rúmlega 148 þúsund hver, einn miðinn var keyptur í Bláhorninu við Grundarstíg í Reykjavík, einn í N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði og einn á lotto.is.

Af Jóker er það að segja að einn áskrifandi  var með allar tölurnar réttar og í réttri röð og fær hann 2 milljónir í vinning.  Að auki var einn með 2. vinning og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning, miðinn var keyptur í Appinu.

Auglýsing

læk

Instagram