Mögnuð dagskrá fram á helgi í Bíó Paradís!

Mögnuð dagskrá framundan í Bíó Paradís og um helgina verður svo sannarlega eitthvað fyrir alla!

Miðvikudaginn 9. febrúar og laugardaginn 12. febrúar kl. 19:00
Eðal leikhúsbíó!

Epískt drama sem segir sögu Austurískrar gyðingafjölskyldu frá upphafi síðustu aldar til síðari heimstyrjaldarinnar eftir sögu Tom Stoppard.

Stórkostleg uppfærsla sem hlotið hefur einróma lof í heimalandinu.

Frumsýnd fimmtudaginn 10. febrúar kl 20:05
Á fimmtudaginn verður þessi magnaða og margverðlaunaða kvikmynd frumsýnd!
Aida vinnur sem túlkur í smábænum Srebrenica. Þegar bærinn er hertekinn af serbneska hernum er fjölskylda hennar á meðal þúsunda borgara sem leita skjóls í búðum Sameinuðu þjóðanna.Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin 2021. Valin besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2021, ásamt verðlaunum fyrir bestu leikstjórn og bestu leikkonu í aðalhlutverki!

Föstudaginn 11. febrúar kl. 21:00

Á föstudaginn hleypum við innri villugnum út!

Klikkuð SING-ALONG Partísýning á THE ROCKY HORROR PICTURE SHOW þar sem verður sungið með hástöfum – ALLT ER LEYFT!!!

„Við heiðrum minningu Meatloaf,“ segir í tilkynningu.
Auglýsing

læk

Instagram