Músíktilraunir 2020 falla niður

Auglýsing

Músíktilraunir 2020 falla niður en mæta vonandi sterkar til leiks 2021.

,,Eftir mikla umhugsun hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að Músíktilraunir 2020 falla niður vegna COVID-19.  Allt frá upphafi Músíktilraunanna 1982 hafa þær einungis fallið einu sinni niður en það var árið 1984 vegna verkfalls kennara sem í ljósi núverandi aðstæðna virkar frekar litilfjörlegt.

Við vonumst til að Músíktilraunirnar 2021 verði á sínum stað á vordögum og komi bara enn sterkari til leiks inn í tónlistarsenu landsins á sama tíma og þær fagna 40 ára tilveru sinni. Við vonum innilega að þið eigið gott tónlistarár og hlökkum mikið til að sjá ykkur á næsta ári.

Með sorg en sumarsól í hjarta. ROCK ON NÚ OG AÐ EILÍFU!” segir í tilkynningu frá starfsfólki Músíktilrauna.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram