„Nokkur orð um mig”

Auglýsing

AABA – Leikhópurinn Kex kynnir með stolti:

Einleikinn NOKKUR ORÐ UM MIG, sem verður sýndur þriðjudaginn, 6. júlí 2021 kl. 18:00, á sviðslistahátíðinni Reykjavík Fringe Festival í Tjarnarbíó.

NOKKUR ORÐ UM MIG segir frá ungum hvítum karlmanni sem deilir með áhorfendum sögu sinni og veltir um leið fyrir sér tilvistarlegum spurningum samtímans.

,,Það getur verið snúið að hérna, pæla í þessu sko. Hef ég rétt á því að bera þá ábyrgð sem er ætlast til þess að ég beri? Ég ber ábyrgð á svo mörgu sko. Á ég ekki rétt á því að elta það sem gerir mig hamingjusaman? Maður getur ekki elskað aðra nema maður elski sjálfan sig. Maður á að setja súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan sig, svo á barnið. Er það ekki?”

Auglýsing

Verkið veltir upp spurningum um ábyrgð einstaklinga í forréttindastöðu. Er fáfræði valkostur í heimi endalaus upplýsingaflæðis? Hvenær á maður að hugsa um sjálfan sig og hvenær á maður að hugsa um aðra? Á ég rétt á því að tala um mín vandamál þegar aðrir hafa það miklu verra en ég? Á ég einu sinni rétt á því að vera að spyrja að þessu?

,,Einstaklega vel heppnuð sviðsetning og fagmannlega unnin.”

– Karl Ágúst Þorbergsson, lektor við LHÍ

,,…komment á visst tilvistarástand frá sjónarhorni ungs fólks, sem varpar fram flóknu siðferðislegu afstæði. Virkilega vel haldið utan um tvöfalda afstöðu verksins.”

– Þorgerður E. Sigurðardóttir, Útvarpsleikhússtjóri

NOKKUR ORÐ UM MIG:

Höfundar: AABA – Leikhópurinn Kex

Flytjandi: Almar Blær Sigurjónsson

Tónlist: Andrés Þór Þorvarðarson

Leikstjórn: Annalísa Hermannsdóttir

Ljósahönnun og sýningarstjórn: Björg Steinunn Gunnarsdóttir

Ljósmyndir: Patrik Ontkovic

AABA – Leikhópurinn Kex samanstendur af fjórum meðlimum: 

Önnulísu Hermannsdóttur (BA sviðshöfundabraut LHÍ),

Almari Blæ Sigurjónssyni (BA leikarabraut LHÍ),

Björgu Steinunni Gunnarsdóttur (á 3. ári sviðshöfundabrautar LHÍ)

og Andrési Þór Þorvarðarsyni (BA tónsmíðabraut LHÍ).

Þriðjudagurinn 6. júlí 2021 kl. 18-19:20

Tjarnarbíó

Reykjavík Fringe Festival

Miðabókanir á tix.is: https://tix.is/is/event/11641/nokkur-or-um-mig-rvk-fringe-festival/

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram