Norðurljósamiðstöðin Aurora Basecamp

Í kvöld, í gam­alli hraun­námu nærri gatna­mót­um Krísu­vík­ur­veg­ar og Bláfjalla­veg­ar, opnar norðurljósamiðstöðin Aurora Basecamp dyr sín­ar fyr­ir gest­um í fyrsta sinn.

Til að byrja með verður opið á kvöldin frá 18-24 en gest­um Aur­ora Basecamp fá ýmislega fræðslu um norður­ljós, leiðbein­ing­ar um hvernig þau skuli finna og skjól til þess að virða norður­ljós­in fyr­ir sér inn­an­dyra.

Ef engin norður­ljós­ sjást á himn­in­um, þá er hægt að sjá „norður­ljósalíki“ í ílöng­um glertúp­um sem voru framleiddir fyrir fyrirtækið.­ Hug­mynd­in er að staður­inn verði án­ing­arstaður fyr­ir ferðamenn í leit að norður­ljós­um, bæði fyrir fólk sem er á eig­in veg­um og einnig þeirra sem eru í fyrirfram skipulögðum ferðum.

Meira má sjá um verkefnið á síðunni þeirra Aurorabasecamp.is.

Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Instagram