Auglýsing

Nova með ánægðustu viðskiptavinina í þrettánda skipti

Viðskiptavinir Nova ánægðastir þrettánda árið í röð samkvæmt mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar. „Sannarlega engin heppni,“ segir forstjóri um viðurkenninguna.

Viðskiptavinir Nova mælast þeir ánægðustu þegar kemur að farsíma- og netþjónustu á Íslandi samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar, sem veitt var í morgun. Nova hreppti hnossið á fjarskiptamarkaði, í þrettánda skiptið og hefur Nova verið efst í sínum flokki óslitið frá því að fyrirtækið kom á markað.

Nova fékk einkunnina 78.7 af 100 mögulegum með marktækum mun á fyrsta og öðru sæti. Þetta er hæsta einkunn sem Nova hefur hlotið í mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar til þessa en ánægja viðskiptavina Nova hækkar um 0.2% frá því í fyrra þegar fyrirtækið tók við verðlaununum.  Þá var Nova í 3.sæti, sé horft til allra fyrirtækja á Íslandi sem könnunin nær til.

„Markmið Nova er eiga ánægðustu viðskiptavinina og að þeir fái mest fyrir peninginn. Að hámarka það sem viðskiptavinurinn fær fyrir sinn snúð er margþætt og endurspeglast fyrst og fremst í framúrskarandi þjónustu. Þessi árangur er sannarlega engin heppni, starfsfólk Nova er sífellt að keppast við að þróa lausnir og þjónustu í takt við fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Á liðnu ári höfum við lagt okkur fram um að gera betur þegar kemur að sambandi við viðskiptavini og miðað sérstaklega á að mæta fólki á þeim stað, þar sem það vill láta þjónusta sig. 

Flóra viðskiptavina Nova hefur sennilega aldrei verið fjölbreyttari og því mikilvægt að taka mið af því. Hvort sem það er gert með að bjóða upp á netspjallið sem er opið til 22 öll kvöld, tveimur til fjórum klukkustundum lengur en gerist og gengur hjá samkeppnisaðilum, með Hjálpinni, sem hjálpar þeim sem vilja hjálpa sér sjálfir og er opin allan sólarhringinn eða hlaupa með vörur út í bíl til fólks sem vill fara varlega vegna veirunnar skæðu. Nova Appið stendur fyrir sínu með tilheyrandi fríðindum og kjarabótum, auk þess sem FríttStöff og MatarKlippið og fleira upplífgandi er mikilvægur liður í að skapa áþreifanlegt virði og ánægju meðal viðskiptavina. Að hljóta Íslensku ánægjuvogina í þrettánda skipti er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og að hljóta hana í fyrsta skiptið, því hún staðfestir fyrir okkur það sem við finnum daglega frá viðskiptavinum, að við erum að gera rétt. Við erum virkilega þakklát fyrir það,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana svo sem ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Mæling sem þessi er talin mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing