Skautasvell Nova sett upp á Ingólfstorgi

Uppsetning á skautasvelli Nova á Ingólfstorgi er hafin og stefnt er á að svellið opni laugardaginn 28. nóvember. Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 verður skipulag með örlítið breyttu sniði en áður.

Gert er ráð fyrir að bóka þurfi tíma fyrirfram en allar upplýsingar um tímapantanir og miðasölu verða kynntar síðar.

„Þetta ár hef­ur svo sann­ar­lega verið krefj­andi og hvatt okk­ur til að hugsa út fyr­ir kass­ann. Nova-svellið er orðinn fast­ur liður í jó­laund­ir­bún­ingi okk­ar allra og það er mik­il­vægt að halda gleðinni gang­andi þó á móti blási. Það kom­ast vissu­lega færri að í einu en við von­um að sem flest­ir taki gleði sína á svell­inu og skauti inn í jól­in með okk­ur í ár eins og fyrri árin. Við leggj­um auðvitað mikið upp úr sótt­vörn­um á svæðinu svo all­ir geta verið með gleðina í fyr­ir­rúmi á Nova-svell­inu,“ seg­ir Mar­grét Tryggva­dótt­ir, for­stjóri Nova, í til­kynn­ing­u frá fyrirtækinu.

Auglýsing

læk

Instagram