Ógæfureið eða klikkað klám, Gorillaz, Mamma Weed, Freaks og Pulp Fiction!

Auglýsing

„Í ljósi nýrra samkomutakmarkana þá er 50 manna hámark á hverja sýningu, grímuskylda og ekki nauðsynlegt að framvísa hraðprófi eins og er. Verði stærri viðburðir þar sem hraðpróf er krafist verður það auglýst sérstaklega og gestir beðnir um að fylgjast vel með á heimasíðu og á Facebook síðu bíósins. Við getum ekki beðið eftir því að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem endranær,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.
vinningsmynd Gullbjarnarins á Berlinale kvikmyndahátíðinni
frumsýnd 19. nóvember
Kennarinn Emi kemst í hann krappann eftir að kynlífsmyndbandi sem hún og maður hennar tóku upp er lekið á netið. Henni er gert að hitta foreldra barnanna sem hún kennir og útskýra sína hlið á málinu.
Kvikmyndin vann GULLBJÖRNIN aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2021 og hefur hlotið gríðarlega góð viðbrögð alþjóðlegra kvikmyndagagnrýnenda. Athugið að myndin er stranglega bönnuð innan 16 ára! 
8. desember kl 19:30
Upplifðu stærstu stafrænu hljómsveit í heimi, GORILLAZ, í bestu hljóð- og myndgæðum miðvikudaginn 8. desember kl 19:30! Song Machine Live tónleikarnir verða sýndir samtímis um heim allan og því er þetta EINSTAKT tækifæri fyrir áhorfendur að njóta saman en vakin er athygli að áður óséð baksviðs efni verður einnig hluti af sýningunni. Miðasala er hafin!
Frumsýnd 26. nóvember
Léttgeggjuð gamanmynd sem skartar Isabelle Huppert í aðalhlutverki sem Patience Portefeux sem á tvær dætur í háskólanámi og aldraða móður á elliheimili. Hún lifir á lúsarlaunum  en dag einn kemst hún á snoðir um yfirgefna hasssendingu og þá stígur hin harðsvíraða glæpadrottning Mútta fram á sjónarsviðið.
Myndin er aðlögun á skáldsögu eftir Hannelore Cayre og var þýdd og gefin út á íslensku árið 2019.
Svartur Sunnudagur 28. nóvember kl 20:00
Þessi umdeilda hryllingsmynd Tod Browning segir frá fallegri loftfimleikakonu sem trúlofast leiðtoga furðusýninga-atriðanna í sirkusnum en atburðarrásin tekur myrka stefnu þegar vinir hans í sirkusnum uppgötva að hún er aðeins á höttunum eftir arfinum hans.
Sýnd á Svörtum Sunnudegi 28. nóvember kl 20:00!
Pulp Fiction – föstudagspartísýning!
Föstudagurinn 26. nóvember kl 20:00 
Myndin er talin með áhrifamestu kvikmyndum tíunda áratugsins. Hún var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna og hlaut Óskarinn fyrir besta handrit og Gullpálmann í Cannes.
 
Sýnd á truflaðri föstudagspartísýningu 26. nóvember kl 20:00!
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram