today-is-a-good-day

Ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi

Fulltrúar flugfélaga og Isavia koma saman á fundi í dag með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. Farþegum í innanlandsflugi hefur fækkað um tíu prósent og munar mest um erlenda farþega sem hefur fækkað um 30 til 40 prósent. Þetta kemur fram í frétt Rúv um málið. Flugfélagið Air Iceland Connect fækkar ferðum til Egilsstaða og Ísafjarðar í vetur og hefur þegar fækkað flugvélum sínum um þriðjung.

Fundurinn er að beiðni Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem telur stöðuna alvarlega. Verið er að skoða hvort þörf sé á að fara skosku leiðina til að bæta innanlandsflugið, sem felur í sér niðurgreiðslu ríkisins á innanlandsflugi tiltekinna íbúa á landsbyggðinni. Verið er að útfæra kerfið í nýrri samgönguáætlun sem verður þó ekki til fyrr en á næsta ári og leysir því ekki vandann í vetur.

Auglýsing

læk

Instagram