Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar!

Hopp hefur útrás til Evrópu!

Í dag opnaði Hopp fyrsta sérleyfi (e. franchise) sitt utan landssteinana í Orihuela Costa á Spáni. Þar verða staðsettar 70 rafskútur, en áætlað er að stækka flotann þar fyrir lok árs. Opnunin er í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE S.L sem er að fullu í eigu Íslendinga, en það verður ábyrgt fyrir rekstrinum á svæðinu. Líkt og á Íslandi verður Hopp ein aðgengilegasta skútuleiga landsins, og leggur sérstaka áherslu á að þjónustan gagnist heimamönnum fyrst og fremst. Markmiðið er að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænni og handhægari máta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu.

Hopp leitar nú að samstarfsaðilum sem hafa áhuga á að opna rekstur erlendis eða hérlendis, en þeir þurfa að hafa fjármagn fyrir hlaupahjólum og forsendur til þess að reka sérleyfi Hopp.

Auglýsing

læk

Instagram