Réðist á ná­grannann og klóraði hann

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tvær ofurölvi konur hafi verið handteknar í Hlíðunum í nótt.

Þar kemur fram að ná­granni hafi bankað hjá konunum vegna há­vaða frá íbúð þeirra og beðið hús­ráðanda um að minnka há­vaðann. Réðist þá hús­ráðandinn á manninn og meðal annars klóraði hann.

Konan var handtekin og vistuð í fangageymslu sökum ástands. Hin konan reyndi að koma í veg fyrir að lögreglan gæti sinnt störfum sínum og var hún einnig handtekin en var sleppt að loknu viðtali.

Auglýsing

læk

Instagram