Auglýsing

Rokklífið án vímuefna: „Vill ekki brenna kertið báðum megin“

„Ég hef einhvern veginn alltaf haldið mig rosalega fjarri þessu,“ svarar Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari og söngvari Vintage Caravan spurður hvort hann hafi notað fíkniefni – sem oft fylgja rokkara lífsstílnum.

Óskar Logi er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hljómsveit hans hefur notið gríðarlegrar velgengni á undanförnum árum en strákarnir hafa unnið hart að því að koma sér á framfæri allt frá 11 ára aldri. Óskar Logi tók snemma þá ákvörðun að láta eiturlyf ekki eyðileggja fyrir markmiðum sínum og hefur algjörlega sneitt framhjá öllum slíkum freistingum.

Vintage Caravan mun halda langþráða tónleika á Íslandi í dag, föstudaginn 8. desember, í Iðnó. Miðasala fer fram á Tix.is og hægt er að kaupa miða hér.

„Þetta hefur alltaf hrætt mig svolítið og ég hef lesið of mikið af ævisögum til þess að vera að blanda einhverjum svona efnum inn í þetta. Það setur „expiration date“ á hlutina. Ég sá það strax og ákvað bara að sleppa því en mér finnst samt rosalega næs að fá mér bjór eftir gigg,“ segir Óskar Logi en tekur þó fram að hvorki hann né aðrir hljómsveitarmeðlimir drekki fyrir tónleika eða á meðan á þeim stendur.

„Mér fannst ekkert mál að skauta framhjá þessu en stundum með áfengið og svona að þá er þetta orðin hækja. Þetta eru ekki þægilegustu rútur í heimi,“ segir Óskar Logi sem hefur verið mikið á ferð og flugi um heiminn að undanförnu með hljómsveit sinni. Hann segir þó bjórdrykkjuna oft fara hönd í hönd með ferðalaginu sem fylgir því að túra um heiminn.

„Ef maður reynir að útskýra þetta fyrir einhverjum sem hefur ekki túrað að þá hljómar þetta skelfilega,“ segir Óskar Logi og hlær.

„Ég var samt edrú fyrstu fimm eða sex dagana núna síðast en svo er það aþnnig í þessu að allir dagar eru einhvern veginn föstudagar,“ segir Óskar Logi og bætir við að hann átti sig samt á því að þetta sé svolítið eins og að brenna kertið báðum megin – hann sé meðvitaður um það og það vilji hann ekki.

Hlustaðu á skemmtilegt viðtal við Óskar Loga á hlaðvarpsveitunni Brotkast.is!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing