Samherji birtir í dag myndband – Sakar Rúv um að hafa falsað gögn

Útgerðarfélagið Samherji hefur látið útbúa þætti þar sem ásökunum sem komu fram í Kastljósþætti árið 2012 er svarað. Fyrirtækið segir Helga Seljan, fréttamann Ríkisútvarpsins hafa falsað gögn við gerð þáttarins. Þetta kemur fram á vef í Fréttablaðsins dag.

Í þættinum sem Samherji hefur látið gera er því haldið fram að Helgi hafi vísvitandi falsað gögn og skýrsla Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010, sem Helgi vitnaði ítrekað í í Kastljósþættinum, hafi aldrei verið unnin.

„Það hefur legið fyrir um nokkra hríð að við ætluðum að svara þeim ásökunum sem voru bornar á félagið og starfsfólk þess. Í apríl á þessu ári staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs með bréfi til Samherja að það skjal, sem var aðalheimild Kastljóss við gerð þáttar um Seðlabankamálið hinn 27. mars 2012, hefði aldrei verið unnið hjá stofnuninni. Þessi svör Verðlagsstofu staðfesta að Helgi Seljan sagði þjóðinni ósatt í umræddum þætti því hann vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þættinum,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Þættirnir verða birtir á Youtube og hægt er að horfa á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Instagram