today-is-a-good-day

Sena hefur keypt The Color Run og Gung-Ho

Sena gekk í lok síðasta árs frá kaupum á The Color Run og Gung-Ho á Íslandi með kaupum á félaginu Basic Events ehf., rétthafa hlaupanna hér á landi. Skemmtihlaupin hafa verið á meðal fjölmennustu viðburða landsins á undanförnum árum og bætast með kaupunum í fjölbreytta flóru viðburða og skemmtana á vegum Senu. Fráfarandi eigendur hafa séð um framkvæmd viðburðanna frá upphafi og munu starfa með Senu í skipulagningu viðburðanna næstu tvö árin.
,,Við erum mjög spennt að taka við The Color Run og Gung-Ho, enda um vinsæla gæðaviðburði að ræða og sterk vörumerki á heimsvísu. Við sjáum þessa viðburði falla mjög vel að okkar rekstri og sjáum mikla möguleika í því að reka þá samhliða tónleikhaldi, ráðstefnum, hvataferðum, árshátíðum og kvikmynda- og skemmtisvæðinu í Smárabíói, auk þess sem við sjáum mikla framtíð í viðburðum sem eru blanda af skemmtun og hreyfingu. Fyrri eigendur hafa unnið frábært starf og mikill liðstyrkur í því fyrir okkur að hafa þá innan handar næstu tvö árin“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu
Hlaupin hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Frá því The Color Run var fyrst haldið árið 2015 hafa yfir 50.000 manns tekið þátt í hlaupinu og yfir 15.000 manns hafa tekið þátt í Gung-Ho á þeim þremur árum sem hlaupið hefur farið fram á Íslandi.
,,Eftir fimm frábær ár við uppbyggingu þessara skemmtilegu viðburða er það okkur mikil ánægja að jafn öflugur aðili og Sena sjái tækifæri í að halda uppbyggingunni áfram. Okkur hlakkar til að miðla af reynslu okkar og leggja áfram okkar lóð á vogaskálarnar til að tryggja áfram sem besta upplifun þátttakenda“ segir Ragnar Már Vilhjálmsson, einn fyrri eigenda
The Color Run verður haldið í Laugardalnum þann 5. september næstkomandi og verður fyrirkomulag viðburðarins aðlagað að hverjum þeim fjöldatakmörkunum sem kunna að vera uppi á þeim tíma með öryggi og velferð þátttakenda að leiðarljósi.
Auglýsing

læk

Instagram