today-is-a-good-day

Shapeless Vibrations í Midpunkt

Shapeless Vibrations er samsýning listakvennanna Claire Paugam og Valgerðar Ýrar Magnúsdóttur.

Innsetning þeirra skoðar formleysu, viðfangsefni sem þær báðar kanna í gegnum listsköpun sína. Að segja að hlutur sé formlaus getur virkað þversagnakennt, að hlutur hafi ekki form þegar allir hlutir hafa form. Hvers vegna að tala þá um formleysu? Hið formlausa er síbreytilegt, óskýrt og erfitt að fanga. Allt sem lifir mun óhjákvæmilega rýrna og missa form sitt. Formleysa er inngangur inn í hið óþekkta, hlið á umhverfi okkar sem forðast að fara eftir reglum.

,, Við teljum að með því að vinna með formleysu sé okkur kleift að endurskoða og enduruppgötva umhverfi okkar. Í stað þess að leitast við fullkomnun og fylgja rökhugsun um hvernig hlutir passa saman er það spennandi að kanna hvernig ólíkir hlutir úr umhverfi okkar mætast á óvæntan hátt,” segir í tilkynningu frá listakonunum.

Shapeless Vibrations 4. til 26. júlí 2020 Opnun laugardaginn 4. júlí kl 16:00 Midpunkt Hamraborg 22 Kópavogur Opið á fimmtudögum og föstudögum kl. 14-17 og eftir samkomulagi Lokun sunnudaginn 26.

 

Auglýsing

læk

Instagram