Sigur Rós gefur út plötuna Hrafnagaldur Óðins í dag

Auglýsing

Sigur Rós gefur út plötuna Hrafnagaldur Óðins í dag. Tónverkið er meðal annars flutt af kammerkórnum Schola cantorum og L’Orchestre des Laureats du Conservatoire national de Paris. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Þar að auki gefur hljómsveitin út nýtt myndband við lagið „Spár eða spakmál“.

Hlustaðu á Hrafnagaldur Óðins

Hrafnagaldur Óðins er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og tónskáldsins Hilmars Arnar Hilmarssonar, ásamt Steindóri Andersen, sem er einn virtasti  kvæðamaður Íslands. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrum meðlims hljómsveitarinnar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram