Auglýsing

„Skól­arn­ir verða áfram opn­ir en það verða ein­hverj­ar tak­mark­an­ir“

Hert­ar aðgerðir vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins voru kynnt­ar á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þríeyk­is­ins í Hörpu í dag kl 13:00.

Tíu manna samkomubann tekur gildi strax á miðnætti þegar ný hertari sóttvarnatakmarkanir stjórnvalda taka gildi. Þá verður hert á grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum barna. Börn fædd 2015 og síðar verða nú undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. Þá verður allt íþróttastarf lagt niður, krár verða ennþá lokaðar og veit­ingastaðir þurfa áfram að loka klukk­an 21:00.

„Skólarnir verða þó áfram opnir en það verða einhverjar takmarkanir. Ég og heilbrigðisráðherra munum kynna reglugerð núna um helgina hvernig því verður háttað en við gerum það eftir umfangsmikið samráð við skólaumhverfið,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á fundinum.

„Við ætlum að koma öllum aftur í skóla og vera bjartsýn og sýna þrautseigju. Þetta mun allt taka enda og það er mikilvægt að við getum náð inn í aðventuna og jólin og getum haldið gleðileg jól.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing