Smith hafi átt að vera handtekinn og Rock krafist 200 milljóna

Gamanleikarinn og grínistinn Jim Carrey telur að Will Smith hafi sloppið fullvel frá því að hafa farið upp á svið á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudaginn og slegið Chris Rock. Carrey telur að vísa hefði Smith út af hátíðinni og handtaka hann.

Lögreglan í Los Angeles segir að Rock hafi tilkynnt henni að hann muni ekki kæra Smith. Carrey tjáði sig um málið í samtali við Gayle King í CBS Mornings sjónvarpsþættinum og sagði að ef einhver annar hefði gert eitthvað þessu líkt hefði viðkomandi verið leiddur á brott og jafnvel handtekinn. Carrey var þessu sammála og sagði: „Það hefði átt að gera það.“

Carrey sagði að Rock vilji ekki standa í því veseni sem fylgja því að kæra: „Um morguninn hefði ég tilkynnt að ég myndi stefna Will og krefjast 200 milljóna dollara því þetta myndefni verður alltaf til staðar. Það verður aðgengilegt að eilífu og þessi móðgun mun lifa lengi.“

Smith baðst afsökunar á framkomu sinni á mánudaginn en þann sama daga tilkynntu skipuleggjendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar að þeir hafi hafið formlega rannsókn á málinu.

Smith hef­ur beðist af­sök­un­ar á hegðun sinni og sagði í tilkynningu að of­beldi í öll­um sín­um mynd­um er eitrað og eyðileggj­andi. „Hegðun mín á Óskar­sverðlaun­un­um í gær­kvöldi var óá­sætt­an­leg og óafsak­an­leg. Brand­ar­ar á minn kostnað eru hluti af starf­inu, en brand­ari um lækn­is­fræðilegt ástand Jödu var of mikið fyr­ir mig og ég brást til­finn­inga­lega við,“ skrifaði Smith á Face­book og In­sta­gram.

Auglýsing

læk

Instagram