Söngkonan Adele er nánast óþekkjanleg

Söngkonan Adele er nánast óþekkjanleg á mynd sem hún birti á Instagram í tilefni 32 ára afmælis síns í gær. Adele sem var þekkt fyrir ávalar línur tók að grennast hratt eftir að hún skildi við eiginmann sinn, Simon Ko­neck, í fyrrahaust.

„Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar, elskurnar. Ég vona að þið séuð örugg og heilbrigð á þessum klikkuðu tímum,“ skrifaði Adele til þeirra 33.7 milljón aðdáenda sem fylgja henni á samfélagsmiðlinum Instagram.

Auglýsing

læk

Instagram