Steinunn Ólína:„Ef þú stendur ekki í lappirnar Víðir, missir almenningur trúna á þig líka“

Steinunn Ólína, ritstjóri Kvennablaðsins, birti í dag á vefsíðu blaðsins opið bréf sem hún ritar til Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns.

Hún byrjar á því að hrósa Víði og segir hann sérlega viðkunnalegan.

„Ég ætla að byrja á því að segja að mér finnst þú sérlega viðkunnalegur og hef dáðst að framkomu þinni á stöðufundum Almannavarna. Þú kemur fram við annað fólk af virðingu, ert elskulegur, ekki upptekinn af sjálfum þér og kemur vel frá þér þeim mikilvægu skilaboðum sem þú hefur þurft að hafa yfir ítrekað á fyrrnefndum fundum. Af þessum sökum hlustar fólk á þig og tekur mark á fyrirmælum þínum.“

En í bréfinu gagnrýnir hún einnig Víði og kallar hann leikbrúðu þeirra sem vilja stýra fjölmiðlaumræðu á Íslandi.

„Fyrir sakir mannkosta þinna berðu mikla ábyrgð og því var sorglegt að þú skyldir gerast málpípa annarra en þinnar heilbrigðu skynsemi á upplýsingafundi Almannavarna um helgina þar sem þú kynntir hugmyndir um samfélagssáttmála. Þú sagðir að það væri gott ef samfélagið kæmi sér saman um sáttmála til þess að forða því að bakslag kæmi í kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Svo sagðirðu að allir yrðu að leggjast á eitt svo lífið gæti farið í eðlilegra horf.“ skrifar Steinunn.

„Ég saknaði þess að heyra ekki í tillögum þínum nein skilaboð til stjórnvalda og um ábyrgð þeirra við að koma lífinu aftur í eðlilegt horf: Tillögur um aðgerðir stjórnvalda sem gætu komið í veg fyrir afkomuáhyggjur, vonleysi, þunglyndi og andlegt niðurbrot allra þeirra fjölmörgu sem ríkisstjórnin kemur ekki til bjargar. Aðgerðir sem gætu strax dregið úr ofbeldi gegn konum og börnum, eitthvað sem heyrir beint undir þitt embætti.Ekki eitt orð um það að stjórnvöld ættu yfirhöfðuð að vera hluti af þessum samfélagssáttmála. Bara beiðni um að almenningur spritti yfirborðið,“ heldur hún áfram.

Bréfið í heild sinni má lesa á vef Kvennablaðsins

Auglýsing

læk

Instagram