Svona horfir þú á Bó 70 í kvöld!

Bó 70 tónleikarnir eru í kvöld og okkur langar að deila með ykkur leiðbeiningum um hvernig best er að horfa á þá.

Í boði eru tvær leiðir til að horfa: ef þú ert með myndlykil frá Símanum getur þú núna keypt aðgang í myndlyklinum sjálfum. Taktu bara upp fjarstýringuna og láttu vaða. (Áfram er einnig hægt að kaupa kóða á Tix sem gildir í myndlyklum Símans.)

Ef þú ert ekki með myndlykil frá Símanum geturðu keypt miða í streymi og horft í hvaða nettengda tæki sem er. Hér eru einfaldar leiðbeiningar til að fá tónleikana í streymi í sjónvarpið þitt.

Fyrst þarftu einfaldlega að kaupa miða á tix.is/bo. Eftir að þú lýkur kaupum færðu sendan kóða á netfangið þitt, þú bara opnar póstinn frá info@tix.is, smellir á „Sækja miða“, smellir aftur á „Sækja miða“ og þá opnast skjal með kóðanum þínum. Hann byrjar á bókstöfunum „BO“ og svo kemur talna- og bókstafaruna.

Ef þú ert með snjallsjónvarp, Apple TV, Chromecast, Android TV eða álíka..

Ef þú ert með snjallsjónvarp eða eitthvað annað tæki sem gerir þér kleift að horfa t.d. á Netflix eða YouTube í sjónvarpinu er uppsetningin leikur einn.

Ef þú ert með Apple TV og iPhone:

  1. Farðu á senalive.is/bo-streymi í iPhone
  2. Þú sérð spilara sem er ekki í gangi
  3. Smelltu á innleysa kóða
  4. Stimplaðu kóðann inn, og spilarinn fer í gang. Mundu að kveikja sérstaklega á hljóðinu.
  5. Næst skaltu ýta á „cast“ takkann (sjá mynd hér að neðan)
  6. Valmynd kemur upp þar sem heitið á þínu Apple TV kemur fram, smelltu á það.
  7. (Það gæti verið að síminn biður um pin kóða, en hann mun birtast á sjónvarpinu þínu. Sláðu hann inn.)
  8. Þú ert nú búin að tengja síma og Apple TV saman og getur byrjað að horfa!
Ef þú ert með snjallsjónvarp:

  1. Farðu á senalive.is/bo-streymi í símanum þínum
  2. Þú sérð spilara sem er ekki í gangi
  3. Smelltu á innleysa kóða
  4. Stimplaðu kóðann inn, og spilarinn fer í gang. Mundu að kveikja sérstaklega á hljóðinu.
  5. Næst skaltu ýta á „cast“ takkann (sjá mynd hér að neðan)
  6. Valmynd kemur upp þar sem heitið á þínu sjónvarpi kemur fram, smelltu á það.
  7. Þú ert nú búin að tengja síma og sjónvarp saman og getur byrjað að horfa
Ef sjónvarpið þitt birtist ekki þegar þú smellir á cast takkann, þá getur verið að þú þurfir að ná í sérstakt app. Í Samsung símum þarf stundum að smella á „Smart View“ hnappinn sem birtist þegar þú dregur niður valmyndina efst á skjánum. Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkrar algengar tegundir af snjallsjónvörpum:

  • Samsung TV
  • LG TV
  • Sony TV
  • Er þitt sjónvarp ekki á listanum? Prófaðu að slá inn heiti sjónvarps og svo „cast“ í leitavél.
Þú getur einnig notað vafrann í snjallsjónvarpinu, farið beint þar inn á senalive.is/bo-streymi og stimplað inn kóðann. Athugið samt að vafrar í snjallsjónvörpum styðja stundum illa við streymi, og við mælum frekar með að nota cast tæknina.
Ef þú átt ekki snjallsjónvarp, Apple TV, Chromecast, eða þess háttar..

Þá er lang best að tengja saman tölvuna þína og sjónvarp með HDMI snúru. Gangtu úr skugga um að þú eigir snúru sem passar við sjónvarpið þitt á einum enda og við tölvuna á hinum. Tengdu vélarnar saman.

Smelltu á „input“ takkann á fjarstýringunni þinni og veldu HDMI 1, 2, 3 og svo framvegis, eftir hvaða port þú notaðir fyrir tölvuna. Nú eru vélarnar tengdar saman.

  1. Farðu á senalive.is/bo-streymi í tölvunni þinni
  2. Þú sérð spilara sem er ekki í gangi
  3. Smelltu á innleysa kóða
  4. Stimplaðu kóðann inn, og spilarinn fer í gang. Mundu að kveikja sérstaklega á hljóðinu. Það gæti verið gott að tengja tölvuna við hátalara til að fá bestu mögulegu hljómgæði.
Ertu að lenda í vandræðum og ert með fleiri spurningar?

Hér finnur þú svör við allskyns hlutum sem varða streymi.
Hér finnur þú svör við spurningum fyrir myndlykla Símans.
Hér getur þú haft samband við Tix ef þig vantar aðstoð með miðakaup.

Viltu vita ennþá meira?
Sendu okkur skilaboð! Við erum við í allan dag fram að tónleikalokum.

Auglýsing

læk

Instagram