Sýningin „Eðli hlutanna” opnar í Midpunkt

Auglýsing

Birgir og Elín hafa talað reglulega saman í nokkra mánuði, gert tilraunir og búið til verk fyrir þessa sýningu í Midpunkt. Verkin hafa verið smíðuð, leiruð, sett saman, tekin í sundur, tengd við rafmagn, fryst, brennd og mynduð með hitamyndavél.
Elín og Birgir hafa unnið saman að gjörningum síðan 2010 og voru með innsetningu, vídeó og gjörning á Plan B listahátíðinni árið 2019 í Borgarnesi. Að þessu sinni leita þau á nýjar slóðir. Þau nota led ljós, leir, tré og málverk til að gera ljósaskúlptúra. Nú í fyrsta sinn sýna þau afrakstur tilrauna með hitamyndavél þar sem kannað er varmastreymi í listaverkum sem birtist í vídeóverki. Áhorfendur geta haft áhrif á sýninguna með því að breyta litum ljósanna með fjarstýringu. Unnið er út frá tilraunum með ólíka miðla, innsæi og samtali þeirra Elínar og Birgis.
Birgir Sigurðsson notar ýmiskonar ljósgjafa, rafmagnsvír, steypu, fundna hluti og tré við gerð verka sinna sem eru í módelformi. Verkin vinnur hann sem skissur að stórum ljós-skúlptúrum en þeir standa einnig sem sjálfstæð verk sem unnin eru af mikilli natni með kunnáttu rafvirkjans.
Birgir hefur starfað í myndlist með rafvirkjavinnu síðustu 20 árin og hefur haldið fjölda sýninga en er að mestu sjálfmenntaður í myndlist.
 
Elín Anna Þórisdóttir hefur á ferli sínum tekið þátt í fjölda sýninga og listrænna verkefna. Undanfarin misseri hefur hún notað leir til að búa til lítil rými og fleiri litla kunnuglega hluti sem hún gerir eftir minni og innsæi. Sköpunarferlið er henni hugleikið, listhluturinn og ævintýrin í hinu óvænta.
Opnunartími sýningarinnar:
Fimmtudagur 1.apríl  frá kl. 14.00 – kl.17.00
Föstudagur 2. Apríl  frá kl. 14.00 –  kl.17.00
Laugardagur 3.Apríl. frá kl. 14.00 – kl.17.00
Sunnudagur 4. Apríl frá kl. 14.00 – kl.17.00
Mánudagur  5. Apríl frá  kl. 14.00 – kl 17.00
Laugardagur 10. Apríl. frá kl. 14.00 – kl.17.00
Sunnudagur 11. Apríl frá kl. 14.00 – kl.17.00
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram