Þáttaröðin er sú dýr­asta sem fram­leidd hef­ur verið hér á landi

Sýn­ing­ar hefjast í næsta mánuði á sænsk-ís­lensku sjón­varpsþáttaröðinni Thin Ice. Þetta kemur fram á vef Mbl

Framleiðslukostnaður þáttaraðarinnar nem­ur yfir ein­um og hálf­um millj­arði króna sem gerir hana þá dýrustu sem framleidd hefur verið hér á landi. Þætt­irn­ir verða frum­sýnd­ir á TV4/​Cmore í Svíþjóð í byrj­un fe­brú­ar, en fara síðan í sýn­ingu á RÚV 16. fe­brú­ar. Fram­leiðsla þátt­anna er í hönd­um Sagafilm Nordic, Norður­landa­skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins Sagafilm í Stokk­hólmi, og Yellow Nordic en hand­rits­höf­und­ar eru Birk­ir Blær Ing­ólfs­son, Jón­as Mar­geir Ing­ólfs­son og Jó­hann Ævar Gríms­son.

Í tilkynningu frá Sagafilm segir að sögusvið þáttanna sé á Grænlandi, þrátt fyrir að stærstur hluti þeirra hafi verið tekinn upp á Íslandi. Var meðal annars Stykkishólmi breytt í græn­lenskt þorp frá janú­ar og fram í apríl á síðasta ári.

Meðal leik­ara er sænska leik­kon­an Lena Endre, sem lék einnig í mynd­inni Karl­ar sem hata kon­ur, Al­ex­and­er Karim, Bianca Kronlöf, Græn­lend­ing­ur­inn Ang­unn­gu­aq Lar­sen og danska leik­kon­an Iben Dorner, en þau tvö síðast­nefndu léku bæði í sjón­varpsþátt­un­um Bor­gen, sem sýnd­ir voru á RÚV fyr­ir nokkr­um árum við góðar und­ir­tekt­ir.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum.

 

Auglýsing

læk

Instagram