Þetta er að bresta á! Aðeins þrír dagar í tónleika ársins

Jólagestir Björgvins fara fram á laugardaginn og nú fer hver að vera síðastur að kaupa sér miða. Þú getur mætt í Laugardalshöllina og upplifað tónleikana í persónu í allri sinni dýrð, eða notið þeirra heima í stofu undir sæng eða í Jólagestapartíi með fjölskuldu og vinum.

Tvennir tónleikar eru í boði – dagtónleikar kl. 17 og kvöldtónleikar kl. 21.

Athugið að örfáir miðar eftir eru í platínumsvæði og verðsvæði A og C á kvöld- og dagtónleikum.

Einungis kvöldtónleikunum er streymt en þú getur hitað upp frá kl 20.30 með því að kíkja með okkur baksviðs þegar útsending hefst; tónleikarnir hefjast svo stundvíslega kl. 21:00.

Efnisskráin er komin í loftið, þannig þið getið kynnt ykkur hvað er í vændum. Einnig eru allir söngtextarnir komnir á netið, svo þið getið raulað með.

 

Forsöluverði á streymismiðum lýkur kl. 18:00 föstudaginn 17. desember. Þá hækkar verðið um 1.000 kr. upp í 5.990 kr. Ef það hentar þér ekki að mæta í Höllina og upplifa tónleikana á staðnum, þá geturðu tryggt þér streymismiða núna á lægra verði og horft á tónleikana heima í stofu.

Vertu með á samfélagsmiðlum


„Við verðum virk á samfélagsmiðlum alla vikuna í gegnum æfingar og uppsetningu og á meðan tónleikunum stendur. Endilega fylgið okkur og takið þátt í samtalinu á Twitter. Notum myllumerkið #jolagestir. Við verðum einnig með skemmtilegar myndir og myndbönd frá æfingum í Höllinni út vikuna, smelltu á hnappana hér fyrir neðan til að fylgjast með. Taggaðu okkur einnig í story @jolagestir, “ segir í tilkynningu.

 

Athugið, ef þið viljið ekki vita fyrirfram hvaða lög eru sungin, eða hver syngur hvað – ekki smella á hnappinn hér að neðan!
Upplýsingar um tónleikana hér
Kaupa miða hér

 

Auglýsing

læk

Instagram