Tíunda breiðskífa Hjálma komin út

Á dögunum gaf hljómsveitin Hjálmar út sína tíundu breiðskífu. Platan ber heitið „Yfir hafið” og er komin út á öllum helstu streymisveitum, á geisladisk og sérstakri viðhafnar vínyl útgáfu.

„Útgáfa þessarar nýju plötu sýnir dæmi þess þegar lagahöfundar gefast ekki upp á lögunum sínum en þau hafa einmitt komið út áður með hljómsveitinni Uniimog árið 2014 sem var skipuð þeim Steina, Kidda og Sigurði úr Hjálmum ásamt Ásgeiri Trausta. Sú plata kom út á skrítnum tíma þegar þeir voru á tónleikaferð með Ásgeiri og kastað út í kosmósið án nokkurrar eftirfylgni,“ segir í tilkynningu frá sveitinni.

Nú er þessi snilldar plata að eignast nýtt líf eftir að Hjálmar tóku upp sína útgáfu af henni í Stúdíó Síló á Stöðvarfirði þegar þeir voru á tónleikaferð um Ísland á síðasta ári.

 

Auglýsing

læk

Instagram