Todmobile ásamt SinfoniaNord og Tony Hadley í Laugardalshöllinni

Hljómsveitin Todmobile heldur tónleika í Laugardalshöll föstudagskvöldið 30. október ásamt SinfoniaNord.

Sérstakur heiðursgestur á tónleikunum er breski tónlistarmaðurinn Tony Hadley. Bradley er fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Spandau Ballett ásamt því að vera einn af stofnendum sveitarinnar.

„Þeir sem sáu Midge Ure með Todmobile og SinfoniaNord vita hverju þeir mega eiga von, rokksinfónískri tónlistarveislu. Nú rannsakar Todmobile 80ties tónlistina þá er Tony Hadley augljós kostur til samvinnu“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson meðlimur Tobmobile.

Miðasala hefst þann 24. júli á Tix.is, en forsala póstlista Tix.is hefst degi fyrr. Um takmarkaðan miðafjölda er að ræða.

Auglýsing

læk

Instagram