Tónlistarmaðurinn Auður lofar neglu í kvöld!

Lokaþáttur Vikunnar með Gísla Marteini á RÚV er í kvöld kl 20.25.

Tónlistarmaðurinn Auður mun þar flytja nýlega þröngskífu sína, ljós, í heild sinni. Um er að ræða fjögur lög sem renna saman í eitt heildstætt verk. Með honum koma fram söngkonan Bríet og rapparinn Drengur og lofar Gísli Marteinn stórbrotnu sjónarspili: „Auður hefur lofað að leggja sig allan í atriðið og okkar besta fólk hefur staðið í undirbúningsvinnu alla vikuna. Þetta verður sögulegur flutningur!“

„ljós er blanda ólíkra heima; söngdívur og göturapparar, birta og myrkur, fegurð og átök,“ segir Auður. „Í kvöld mætast síðan tveir ólíkir heimar; ungir indíkvikmyndagerðarmenn sem ég hef unnið með eins og krassasig og Andri Haraldsson, og svo reynsluboltarnir á RÚV. Perfomansinn í kvöld verður bræðingur ólíkra afla. Ég lofa neglu.“

Þetta kemur fram á vef RÚV

Auglýsing

læk

Instagram