Tveir létu lífið eftir al­var­legan á­rekstur

Alvarlegt bílslys varð á fjórða tímanum í dag á Vestur­lands­vegi á Kjalar­nesi. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins

Bifhjól skall framan á húsbíl með þeim afleiðingum að öku­maður og far­þegi bifhjólsins létust. Ökumaður annars bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu þegar áreksturinn varð og féll hann af því. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar.

Nýlegt malbik er á vegarkafla á milli Grundar­hverfis á Kjalar­nesi og Hval­fjarðar­­ganga, þar sem slysið varð, og var það nokkuð sleipt eftir rigningu að Ás­­geirs Þórs Ás­­geirs­­sonar yfir­­lög­­reglu­­þjóns.

Auglýsing

læk

Instagram