today-is-a-good-day

Úthlutun úr Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2 – Listi yfir þá sem hljóta styrk!

Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í samvinnu við STEF úthlutað 6.000.000 kr. úr sjóðnum. 

  Alls hlutu 30 tónlistarmenn styrk að þessu sinni. Meðal þeirra sem hljóta styrki eru GDRN, Birnir, Doctor Victor, Hera Hjartar, Friðrik Dór, Milkhouse, Floni, Hipsumhaps, Huginn og Jón Jónsson svo einhverjir séu nefndir.

Að frumkvæði STEFs var stofnað til sjóðsins árið 2011 með það að markmiði að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar.

„Gróskan í íslenskri tónlist er einstök.  Við erum stolt að taka þátt í því að styðja tónlistarfólk í frumsköpun á tónlist og höfum séð árangur þess á undanförnum árum,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar og stjórnarmaður í Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2. 

  „Eitt af markmiðum fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone er að efla þáttagerð í útvarpi og sjónvarpi þar sem íslensk tónlist er í öndvegi. Við munum halda áfram ótrauð á þeirri vegferð. Með stuðningi við íslenskt tónlistarfólk eflum við og auðgum íslenska menningu og fjölmiðlastarfsemi“, segir Þórhallur Gunnarsson.

Þeir listamenn sem fá styrki úr sjóðnum í ár eru:

Andrés Þór Gunnlaugsson 200 þúsund
Birnir Sigurðarson 100 þúsund
Björn Gunnlaugsson 100 þúsund
Brek 200 þúsund
Friðrik Dór 200 þúsund
Floni (Friðrik Róbertsson) 100 þúsund
GDRN 200 þúsund
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir 400 þúsund
Gunnar Hjálmarsson 200 þúsund
Helga Soffía 100 þúsund
Helgi Rafn Ingvarsson 100 þúsund
Hera Hjartardóttir 400 þúsund
Hildur Kristín og Ragna 400 þúsund
Hipsumhaps 200 þúsund
Huginn 100 þúsund
Ingibjörn Aima 100 þúsund
Jóhann Helgason 200 þúsund
Jón jónsson 200 þúsund
Katrín helga 200 þúsund
Kristján Hreinsson 100 þúsund
Magnús Þór Sigmundsson 200 þúsund
Milkhouse 400 þúsund
Nýju fötin keisarans 100 þúsund
Ólafur Haukur Símonarson 200 þúsund
Rúnar Þórisson 100 þúsund
Stephan Stephensen 200 þúsund
Tómar R. Einarsson 400 þúsund
Veigar Margeirsson 200 þúsund
Viktor Guðmundsson 100 þúsund
Vigdís Hafliðadóttir 100 þúsund
Örnólfur Eldon Þórsson 100 þúsund
Teitur Magnússon 100 þúsund
Auglýsing

læk

Instagram