Varð Íslandsmeistari 18 ára gömul: „Þetta var töluvert“

Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur söðlað um eftir langan og farsælan feril sem atvinnukylfingur. Hún segist ekki hafa gert hlutina þar ein, hún hafi fengið mikinn stuðning enda nái enginn svo langt í íþróttum nema að hafa góðan stuðning bæði frá fjölskyldu, þjálfurum og fleirum. En allt hefur sinn tíma.

Á ákveðnum tímapunkti var neistinn ekki sá sami og áður og þótt hún væri ekki tilbúin að hætta svo glatt þá fann Ólafía að eitthvað var að gerast innra með henni. Hún fann sér aðra leið til að blómstra í lífinu sem hún er bæði spennt og áhugasöm um. Hún nýtti menntun sína í frumkvöðlafræði og hagfræði og stofnaði fyrirtæki sem byggir á hringrásarhagfræði. Hún segir hugmyndina vera nýstárlega fyrir marga en að yngri kynslóðin hugi mikið að umhverfisvænni leiðum og að eldri kynslóðin muni fylgja á eftir, það sýni dæmin.

Ólafía er með ýmsar spennandi hugmyndir fyrir nýja fyrirtæki sitt Kristice, en á komandi mánuðum mun hún útvíkka starfsemi þess.

Texti: Ragnheiður Linnet – Myndir: Gunnar Bjarki – Förðun: Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Auglýsing

Ólafía á tvær systur og tvo bræður sem hún ólst upp með í Mosfellsbæ þar sem fjölskyldan bjó nánast við hliðina á golfvellinum. Foreldrar hennar tóku hana með sér á golfvöllinn en þau stunduðu íþróttina og sjálf segir Ólafía að bræður hennar hafi verið mjög efnilegir sem börn. „Bræður mínir, Kristinn og Alfreð, voru mjög efnilegir og voru landsliðsmenn í golfi. Í byrjun var ég nú ekkert svakalega góð – þeir voru miklu betri en ég þannig að ég vildi nú frekar oft bara leika mér með vinum mínum.“ Aðspurð segir hún að það hafi samt tekið svolítinn tíma áður en áhuginn kviknaði á íþróttinni. „En svo á einhverjum tímapunkti var ég bara mjög efnileg. Ég byrjaði að keppa á unglingamótaröðinni um 12-13 ára aldur.“

Á unglingsárunum tók svo golfið yfir og átti allan hug Ólafíu en hún hafði þá prófað fleiri íþróttir, badminton og handbolta. „Ég fór margar keppnisferðir á unglinsárunum og varð Íslandsmeistari unglinga fyrst 14 ára og fékk þá tækifæri til að keppa með landsliðinu. Ég fékk líka að fara eina kvennalandliðsferð snemma og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti liða sem var mjög gaman. Þetta var mikil hvatning og heiður.“

Þegar þarna var komið sögu fóru hlutirnir að gerast hratt að sögn Ólafíu. „Ég fór svo í háskóla í Wake Forest University í Norður-Karólínu en áður hafði ég verið í Versló. Ég lærði frumkvöðlafræði og hagfræði. Ég hef alltaf verið meiri frumkvöðull en hagfræðingur þó að ég hafi alltaf haft gaman af að vinna með tölur sem var ástæðan fyrir því að ég valdi hagfræðina en það var mjög gaman að vera þarna úti og mér leið vel. Ég hef notað mína menntum, a.m.k. frumkvöðlafræðina t.d. til að markaðssetja mig þannig að menntunin hefur alltaf nýst mér.“

Það hefur þá aldrei verið spurning um að fara þessa braut sem golfið er? „Nei, ég fékk tækifæri til að vera á fullum skólastyrk í náminu en ég skilaði minni vinnu í golfinu. Ég var í golfliðiskólans og liðið fór alltaf beint eftir skóla og æfði í þrjár klst. á dag, svo var það ræktin og loks heimavinnan. Reglulega voru svo golfmót, en þá var farið á miðvikudegi og komið heim á sunnudegi. Þetta var töluvert.“

Þessa grein má lesa í heild sinni á áskriftarvef Birtings. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram