,,Vegna umræðna jafnt í prentmiðlum sem á ljósvökum sé ég mig knúinn til þess að árétta eftirfarandi”

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skrifar á Facebook síðu sína í morgun að ekkert annað hafi búið að baki skimun ÍE en löngun til þess að leggja sitt að mörkum til þess að hemja kórónuveiru-faraldurinn.

,,Vegna umræðna jafnt í prentmiðlum sem á ljósvökum sé ég mig knúinn til þess að árétta eftirfarandi: Það bjó ekkert annað að baki þeirri skimun sem ÍE framkvæmdi eftir SARS-CoV-2 í íslendingum en löngun til þess að taka þátt í að hemja faraldurinn. Það sama á við um skimunina eftir mótefnum gegn veirunni. ÍE og eigandi hennar Amgen hafa aldrei haft uppi áætlanir um að búa til úr þessari vinnu söluvöru til þess hafa af fjárhagslegan ávinning,” skrifar hann meðal annars. 

Hann líkir gleðinni sem fylgir því að uppgötva eitthvað nýtt um eðli sjúkdóma og heilsu við fíkn.

,,Þetta var dópið beint í æð. Sem sagt við skimuðum ekki af góðmennsku eða fórnfýsi heldur til þess að hlúa að því samfélagi sem við búum og þannig að okkur sjálfum og síðan gerðum við það líka til þess að komast í þá vímu sem við lifum fyrir.

Auglýsing

læk

Instagram