HJÁLMAR GEFA ÚT NÝTT LAG ÁSAMT KÁRA STEFÁNSSYNI

Hjálmar leggjast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir hafa í gegnum tíðina farið í samstarf með hinum ýmsu listamönnum. Að þessu sinni er það vísindamaðurinn, læknirinn, skarpi penninn og ljóðskáldið Kári Stefánsson.

Þorsteinn Einarsson, Steini, samdi undurfagurt lag við ljóð Kára sem hann orti til konu sinnar á sjötugsafmæli hennar, Kona í appelsínugulum kjól. Lagið ber heitið Kona.

Ásamt því að gefa út lagið á streymisveitum kom einnig út myndband sem hægt er að horfa á, á Youtube.

Auglýsing

læk

Instagram