Veitingastaðir opnir lengur og fimmtíu manns heimilt að koma saman

Auglýsing

Leyfilegur opnunartími veitingastaða verður lengdur til klukkan 23, þó verður einungis heimilt að hleypa nýjum gestum inn til klukkan 22. Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun.

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir. Nýju reglurnar taka gildi á morgun, 24. febrúar.

„Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstöðum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Sama máli gegnir um heilsu- og líkamsræktarstöðvar en þar er jafnframt óheimilt að hafa fleiri en 50 manns í rými.  Á íþróttakeppnum verður nú heimilt að hafa áhorfendur. Þetta er megininntak tilslakana á samkomutakmörkunum sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Gildistími nýrrar reglugerðar um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar er til og með 17. mars nk,“ segir á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram