Samloka á pönnu með gouda osti, sveppum og lauk

Hráefni:

  • 200 gr niðursneiddir sveppir
  • 1 laukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 2 msk ólívuolía
  • salt & pipar
  • 4 msk smjör
  • 4 sneiðar brauð
  • 2 dl rifinn gouda ostur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður.

2. Dreifið sveppum og lauk á ofnplötu með ólívúolíu, salti og pipar. Leyfið þessu að bakast í ofninum í um 20 mínútur eða þar til þetta er orðið vel ristað.

3. Raðið núna samlokunum saman. Brauðsneið, gouda ostur, sveppir og laukur, aftur gouda ostur og toppað með brauðsneið og þrýstið samlokununm aðeins saman. Hitið síðan 4 msk af smjöri á pönnu og leggið samlokurnar á pönnuna. Steikið í um 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til samlokurnar eru orðnar fallega gylltar og osturinn vel bráðinn.

Auglýsing

læk

Instagram