Segja að starfsmenn bresku krúnunnar séu byrjaðir að skipuleggja útförina

Sky News greinir frá því að heimildarmaður þeirra í Buckingham höll haldi því fram að ástand Karls Bretakonungs sé orðið það slæmt að undirbúningur sé þegar hafinn við að skipuleggja útför hans.

Starfsmenn hallarinnar greindu frá því í febrúar að konungurinn hefði greinst með krabbamein en hann hefur ekki sést við opinber störf síðan.

Fréttastofan segir að heimildarmaðurinn, sem sé vinur konungsfjölskyldunnar, haldi því fram að þrátt fyrir að konungurinn sé staðráðinn í að sigrast á krabbameininu þá fari heilsu hans ört hrakandi. Hann sé hins vegar í höndum færustu lækna sem völ er á.

Fréttir af hrakandi heilsu konungs stangast á við opinberar tilkynningar frá bresku krúnunni sem og fjölmarga aðra fréttamiðla, sem segja heilsu konungs vera góða eftir atvikum.

Auglýsing

læk

Instagram