Auglýsing

Aðalmeðferð í hrottalegu pyntingarmáli hefst í dag: Smáhundur í frysti og morð á sambýlismanni í Bátavogi

Aðalmeðferð í hinu svokallaða Bátavogsmáli hefst í dag og stendur yfir næstu þrjá daga í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar er hin 42 ára gamla Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir ákærð fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum á sextugsaldri að bana á heimili þeirra í Bátavogi þann 23. september.

„Hún sagðist handviss um það að maðurinn hefði drepið þessa tík og var í raun í miklu uppnámi vegna þess. Hún var ekkert að kippa sér upp við það að sambýlismaðurinn hennar hafði skömmu áður látið lífið. Hún talaði bara um þennan hund sem hún sýndi okkur í frystinum“

Smáhundurinn var í frystinum í Bátavogi: Sakaði sambýlismann sinn um að hafa eitrað fyrir tíkinni á meðan líf hans fjaraði út

Nútíminn fjallaði ítarlega um málið á síðasta ári og greindi meðal annars frá því að Dagbjört Guðrún hafi haldið því fram, sama kvöld og hún var handtekinn, að sá látni hafi eitrað fyrir Chihuahua-tík hennar. Samkvæmt heimildum Nútímans var talið að smáhundurinn hafi drepist einum til tveimur sólarhringum áður en konan er talin hafa myrt manninn sem var á sextugsaldri. Hann fannst látinn í íbúðinni að kvöldi laugardagsins 21. september.

Nágrannar heyrðu öskur í karlmanni

„Hún sagðist handviss um það að maðurinn hefði drepið þessa tík og var í raun í miklu uppnámi vegna þess. Hún var ekkert að kippa sér upp við það að sambýlismaðurinn hennar hafði skömmu áður látið lífið. Hún talaði bara um þennan hund sem hún sýndi okkur í frystinum,“ segir einn af heimildarmönnum Nútímans sem var nýkominn í heimsókn til konunnar hið örlagaríka laugardagskvöld í september.

Samfangar óttast Dagbjörtu: Tók upp pyntingarnar upp á síma

Þá var myndefni tekið upp á síma parsins en það er sagt sýna Dagbjörtu Guðrúnu beita manninum margvíslegu ofbeldi yfir tvo daga og þá eru nágrannar þeirra sagðir hafa heyrt öskur í karlmanni sömu daga. Eins og áður segir hefst aðalmeðferðin í dag í héraði og stendur yfir í þrjá daga.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing