Aðdáendur suðurríkjaprestsins hjóla í Frosta og Mána: „Þessir útvarpsmenn eru sorglegir“

Predikun prestsins Steven Anderson  í baptistakirkju í Tempe í Arizona hefur vakið mikla athygli en Nútíminn birti í gær myndband sem sýndi brot af því versta sem hann hafði Ísland.

Útvarpsmennirnir Frosti og Máni tóku viðtal við Anderson í Harmageddon á X977 í gær og hann birti það á Youtube-síðu sinni. Þar hafa aðdáendur prestsins látið Frosta og Mána hafa það óþvegið og hreinlega ausað yfir þá svívirðingum.

Sjá einnig: Suðurríkjaprestur lætur Ísland heyra það í klikkaðasta myndbandinu á internetinu

„Vel gert. Þegar heiðingjar bakka út í horn og byrja með persónuárásir eru þeir að tapa rifrildinu,“ segir notandinn Christian Rhod. Fjölmargir tjá sig undir upptökunni af viðtalinu og flestir eru á því að Ísland sé ekki í góðum málum.

„Séra Anderson, þú rústaðir þeim,“ segir malachy81 og undir það tekur gojo345. „Sannleikurinn vann þessa orrustu.“

„Ég er hálfnaður með viðtalið og þessir útvarpsmenn eru sorglegir,“ segir ChiTornOnDeck og Grizzly907LA segir að Anderson hafi hreinlega tekið þá félaga í bakaríið.

Þetta var ekki einu sinni sanngjarn slagur vegna þess að útvarpsmennina skorti vitsmuni. Séra Anderson, þú þarft að biðjast afsökunar á því að rífast við þessi fífl því þetta var eins og að lemja sérstaka manneskju. Bara grín.

Og John Meyers er sammála: „Vel gert, séra Andrson. Þetta var ekki erfitt. Þessi gaur hélt ekki í við þig. Hann er óþroskað barn.“

Dæmi hver fyrir sig. Hér má hlusta á viðtalið við Anderson í Harmageddon

Auglýsing

læk

Instagram