Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins lét Frosta og Mána heyra það í beinni fyrir að vera með undirhöku

Viðar Guðjohnsen, leigusali og athafnamaður, lét útvarpsmennina Frosta Logason og Mána Pétursson heyra í upphafi viðtals í Harmageddon á X977 í morgun. Viðar gefur kost á sér í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna vegna komandi sveitarstjórnarkosninga og gagnrýndi Frosta og Mána harðlega fyrir að vera með undirhöku. Hlustaðu á viðtalið við Viðar hér fyrir neðan.

Viðar vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í baráttunni um borgina en leiðtogakjör fer fram 27. janúar. Eyþór Arnalds, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Bjarnason​ bjóða sig einnig fram en sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí.

Í tilkynningu frá Viðari kemur fram að Viðar vilji gefa flokksmönnum færi á að kjósa sterkan og stefnufastan leiðtoga með skýrar áherslur. „Of lengi hefur núverandi meirihluti ausið miklu fjármagni í yfirbyggingu, nefndir og gæluverkefni sem betur færu í grunnstoðir borgarinnar eða í hendur harðduglegra skattgreiðenda sem núverandi meirihluti vill reyna að mjólka um hverja krónu í gæluverkefni sín,“ segir í tilkynningunni.

Skömmu eftir að Viðar var kynntur til sögunnar í Harmageddon í morgun sagðist hann vera harðlínuhægrimaður og útskýrði svo hvað felst meðal annars í því. „Nú horfi ég á ykkur, Frosta og Mána og ég sé strax veikleika. Þið eruð báðir með undirhöku,“ sagði hann.

Það þýðir að þið eruð í yfirþyngd, sem þýðir það að hugsanlega verðið þið veikari fyrr, sem þýðir það að skattborgarinn þarf að borga fyrir ykkar veikindi úr okkar sameiginlega sjóði. Þannig að þetta er ábyrgðarleysi ykkar strax í augsýn. Ég sé þetta strax, að það er ábyrgðarleysi hérna.

Viðar sagði Kára Stefánsson koma „eins og Drakúla í sjónvarpið“ og segja að það þurfi að ausa fé í heilbrigðiskerfið. „Ausa! Komið með meira! En lausnin er ekki að finna einhver ný lyf fyrir undirhökum,“ sagði hann.

„Heldur það, að bara breyta lífsstílnum. Bæta lífsstílinn. Hugsa og taka ábyrgð. Ekki að búa til stofnanir og einhver kerfi og fundarhöld um hvernig á að finna einhver lyf til að leysa undirhökuvandamál. Eða of breiðar mjaðmir — eða klessufeitt fólk.“

Viðar var rétt að byrja. Hlustaðu á viðtalið hér fyrir neðan, það hefst þegsar 53 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af þættinum

Auglýsing

læk

Instagram