Ævintýri Heiðars Loga heldur áfram: „Kannski er ég bara að fara að lifa á rabarba”

Auglýsing

Brimbrettakappinn og Snapchat stjarnan Heiðar Logi er staddur í Málmey þar sem hann ætlar að eyða fjórum dögum. Heiðar eyddi fyrsta heila deginum í eyjunni í gær eftir að honum var flogið þangað í þyrlu deginum áður.

Heiðar sagði í samtali við Vísi áður en hann lagði af stað í ævintýrið að hann væri mest stressaður fyrir því að finna engan eldivið og geta ekki soðið vatn. Hann náði þó að kveikja eld og búa sér til kaffi þegar hann vaknaði í gær. Það tókst ekki jafn vel að veiða fisk en hann veiddi engan fisk og var því komin í smá vandræði.

Sjá einnig: Heiðar Logi eyðir fjórum dögum í Málmey án vatns og matar: „Þetta er mega huggulegt”

Heiðar borðaði hundasúrur og ber en fann að lokum rabarbara og var mjög kátur með það. Hann borðaði svo aftur hundasúrur í kvöldmat. Í lok dags var Heiðar bjartsýnn þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að veiða.

Auglýsing

„Gekk ekkert sérstaklega vel í dag, en allt í lagi samt. Ég er ekkert það svangur. Ég verð að veiða á morgun, annars þarf ég að fara að henda mér á einhverja fugla eða eitthvað vesen,” sagði Heiðar.

Hægt er að fylgjast með Heiðari á Sncapchat undir notendanafninu heidarlogi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram