Af hverju er alltaf verið að líkja Eiði Smára við stjórnmálamenn?

Auglýsing

Eiður Smári Guðjohnsen er einn besti fótboltamaður sem þjóðin hefur átt. Það er óumdeilt. Ferill hans er glæsilegur en hann hefur unnið magnaða sigra með mörgum stórkostlegum liðum.

En af hverju eru stjórnmálamenn alltaf að líkja sér við hann? Á skömmum tíma hefur honum verið líkt við Davíð Oddsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Davíð líkti sér reyndar sjálfur við hann en Guðni Ágústsson á hina líkinguna.

Nútíminn tók saman tvær langsóttar líkingar.

Sigmundur Davíð eins og Eiður Smári

Auglýsing

„Sig­mund­ur Davíð er af­reksmaður í póli­tík. Með skulda­lækk­un, Ices­a­ve og að end­ur­heimta fé fall­inna banka hef­ur hann sýnt það. En nú eiga Fram­sókn­ar­menn ekki að deila um þessa menn. Þeir verða að meta þetta eins og í fót­bolta. Á Eiður Smári að vera sá sem keyr­ir liðið áfram og skor­ar mörk­in eða er ann­ar lík­leg­ur til þess að gera það bet­ur í þetta sinn.“

Þetta sagði Guðni Ágústsson í viðtali í Fréttablaðinu.

Davíð Oddsson eins og Eiður Smári

1ainva

„Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“

Þetta sagði Davíð Oddsson í viðtali á Brennslunni á FM957.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram