Auglýsing

Alls staðar svipað verð hjá H&M nema á Íslandi

Vörur í H&M virðast vera á svipuð verði alls staðar nema á Íslandi. Fréttablaðið greinir frá því í dag að fyrirtækið sé búið að bæta verði í íslenskum krónum á verðmiðana í noregi en þar er einnig að finna verð í sterlingspundi og evru ásamt norskri, sænskri og danskri krónu.

Áhugavert er að bera saman verðin en í frétt Fréttablaðsins er tekið dæmi um stuttbuxur sem kostar 17,99 pund, eða um 2.385 krónur. Verðið á stuttbuxunum í evrum er 19,99 krónur eða um 2.270 krónur og þær kostar 199 sænskar og norskar krónur, eða um 2.409 krónur í Noregi og 2.321 krónur í Svíþjóð.

Í Danmörku stuttbuxurnar 179 danskar krónur eða um 2.732 krónur en verðmiðinn sýnir einnig að stuttubuxurnar kosta 3.495 íslenskar krónur. Verðið er því alls staðar svipað nema á Íslandi. Ef eitthvað er að marka verðið á þessum stuttbuxum mega neytendur á Íslandi því búast við því að verðið í H&M hér á landi verði 28-54 prósent hærra en annars staðar.

Ekki er tollur á föt á Íslandi. Fréttablaðið hefur eftir H&M að í verðinu á vörum verslunarinnar sé gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum, svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. „Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim,“ segir fatarisinn í Fréttablaðinu.

Opnun H&M á Íslandi hefur verið flýtt. Fyrsta verslunin opnar í Smáralind í ágúst en áður stóð til að opna verslunina í september. Verslun H&M í Kringlunni opnar í september og verslunin í miðbænum opnar á næsta ári.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing