Auglýsing

Í fyrsta skipti sem Ísland sendir fulltrúa á HM á snjóbrettum

Skíðasamband Íslands tilkynnti í gær um val sitt í landslið Íslands í skíðagreinum og tilkynnti þar jafnframt að stefnt væri að því Ísland myndi senda þátttakendur á heimsmeistaramótið á snjóbrettum í fyrsta sinn.

Í landsliði Íslands á snjóbretti eru þeir Baldur Vilhelmsson, Benedikt Friðbjörnsson og Marinó Kristjánsson.

„Það er að sjálfsögðu kominn spenna hjá strákunum. Þeir hafa verið að fikra sig upp heimslistann undanfarin ár með góðum árangri á mótum erlendis,“ sagði Friðbjörn Benediktsson, formaður snjóbrettanefndar SKÍ í samtali við Fréttablaðið í dag.

„Þetta er búið að vera markmið okkar, að senda þátttakendur á HM frá því að snjóbrettadeildin var stofnuð innan SKÍ árið 2011. Brettin höfðu alltaf verið utan sambands þangað til en þetta hefur verið í stöðugum vexti hjá okkur.“

Friðbjörn segir strákana hafa nægan tíma til að undirbúa sig en áætlað er að keppnin fari fram í Zhangjiakou í Kína á næsta ári.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing