Auglýsing

Allt að 60 prósent dýrara að versla í H&M á Íslandi en í Bretlandi

Neytendur á Íslandi geta búist við allt að fatnaður í H&M á Íslandi verði um 60 prósent dýrari en í Bretlandi. Vísir birti í dag dæmi um verð á vörum sem munu fást í H&M hér á landi og Nútíminn bar nokkur verð saman við verð á vörum í H&M í Bretlandi.

Um tvo ólíka markaði er að ræða og er þessi samanburður að sjálfsögðu til gamans gerður. Hann leiðir hins vegar í ljós að þó Íslendingar séu að fá verslanir H&M til Íslands þá verður enn þá ódýrara að versla sömu vörur erlendis.

Sem dæmi þá munu buxur sem kosta 2.514 krónur í verslunum fyrirtækisins í Bretlandi kosta 3.495 krónur í H&M hér á landi. Munurinn er 39 pórsent.

Strigaskór sem kosta um 2.793 krónur í H&M í Bretlandi koma til með að kosta 4.495 krónur í H&M á Íslandi. Munurinn er um 60 prósent. Þá munu ökklastígvél sem kosta um 3.492 krónur í Bretland kosta 4.995 krónur á Íslandi. Munurinn er 43 prósent.

Peysa sem kostar 2.793 krónur í H&M í Bretlandi mun kosta 4.495 krónur hér á landi. Munurinn er um 60 prósent. Jakki sem kostar um 5.588 krónur í Bretlandi mun kosta 8.995 krónur hér á landi. Munurinn er um 60 prósent.

Og gallabuxur sem kosta um 3.356 krónur í verslunum H&M í Bretlandi koma til með að kosta 4.995 krónur hér á landi. Munurinn er rúm 48 prósent.

Fyrsta H&M verslunin opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst. Þá stendur til að opna verslanir í Kringlunni og í miðborg Reykjavíkur.

Fyrstu gestirnir sem mæta í verslunina í Smáralind þegar hún opnar fá gjafakort frá H&M. Fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25 þúsund króna gjafakort, sá næsti fær 20 þúsund króna gjafabréf og sá þriðji fær 15 þúsund króna gjafabréf. Næstu þúsund gestir fá 1.500 króna gjafakort.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing