Amman sem bauð röngum unglingi í mat stóð við orð sín, hvetur fólk til að gera góðverk

Wanda Dench, amma í Arizona í Bandaríkjunum, varð skyndilega fræg þegar hún bauð óvart ókunnugum sautján ára dreng í árlega þakkargjörðarmáltíð fjölskyldunnar.

Jamal Hinton, sem fékk boðið, bað ömmuna um að senda mynd af sér þar sem hann kannaðist ekki við að amma hans væri með þetta númer.

Þegar í ljós kom að Dench hafði sent röngum unglingi skilaboð sagðist hún samt sem áður vilja bjóða honum í mat.

Og hún stóð svo sannarlega við það!

Bandaríkjamenn fögnuðu þakkargjörðarhátíðinni á fimmtudaginn og mætti Hinton í mat til Dench áður en hann naut máltíðar með fjölskyldu sinni.

„Við borðuðum og hann sagði mér frá því sem hann ætlar að gera í framtíðinni, og ég er bara svo spennt hans vegna,“ sagði amman í samtali við CNN.

„Ef þú getur gert eitthvað gott fyrir einhvern, gerðu það,“ sagði hún einnig.

Auglýsing

læk

Instagram