Annie Mist gekkst undir hjartaaðgerð: „Þetta mun ekki hægja á mér“

Auglýsing

Annie Mist Þórisdóttir gekkst undir hjartaaðgerð á mánudag vegna hjartsláttartruflana sem hún hefur glímt við undanfarin fimm til sex ár. Hún segist þakklát að hafa látið verða að því að fara í aðgerðina og þó að vandamálið hafi ekki verið lagað að fullu viti hún nú að þetta er eitthvað sem hún þurfi ekki að vera hrædd við. Þetta kemur fram á Vísi.

Annie segir á Instagram að hún hafi þurft að hætta að æfa eftir heimsleikana í Crossfit í ágúst vegna hjartsláttartruflana. Hún hafi í kjölfarið látið skoða vandamálið til að kanna hvort hægt væri að gera eitthvað.

Hún hafi því farið í hjartaþræðingu nú á mánudag en þar hafi komið fram að erfitt gæti reynst að laga vandann og hún sé ekki tilbúinn að taka áhættuna að laga hann að fullu eins og staðan er í dag. Hún segist þó bjartsýn.

„Það kom í ljós hvaðan auka slögin eru líklega að koma en það er frá stað sem ég er ekki viss um að ég vilji taka áhættu á að láta laga núna. Allt gekk mjög vel og það kom í ljós að ég er með gífurlega sterkt hjarta,“ skrifar Annie á Instagram.

Nú er bara að byrja að æfa á fullu eftir fimm daga. Þetta mun ekki hægja á mér.

View this post on Instagram

I have had a heart arrhythmia for the past 6 years or so. It has not bothered me that much in daily life, as it only happens every 2-3 months or so. This year it happened for the first time during competition – the caos event- so I decided to have someone take a look at it. This is something I have dreaded to do for a long time now so it was a big step for me to take. I went for a “surgery” this Monday. It’s crazy to think and experience what is possible with modern medicine. There I was lying on the table fully awake with 3 wires inside my heart getting pumped with Adrenaline – stress hormone and electro stimulation to get my heart beating fast enough. It was such a strange and honestly funny feeling to be there feeling like I was in a hard core training session while lying flat in a hospital bed. We did find out where my extra beats are likely getting produced but it is in a spot where I am not sure if I’m willing to take the risk to get it fixed. Everything went really well and we found out I have extremely strong heart ♥️ I am so incredibly grateful for the doctors and the nurses how sweet they were and safe they all made me feel. Now it’s back to full training in only 5 more days!!! This won’t slow me down 🔥👊 got my eye on the 🥇

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram