Aprílgabb Siggi’s Skyr um hákarlaskyr vekur mikla athygli og jafnvel reiði: „Þetta er ekki fyndið!“

Aprílgabb Siggi’s Skyr fór öfugt ofan í nokkra unnendur skyrs sem brugðust reiðir við á Facebook. Gabbið snerist um nýja tegundur af skyrir sem fyrirtækið átti að vera að setja á markað: Skyr með hákarlabragði — eitthvað sem ekki öllum þótti fyndið.

Sjá einnig: Þegar Mjólkursamsalan ætlaði að kæra Siggi’s Skyr fyrir að kalla skyrið sitt skyr

Siggi’s Skyr er íslenskt skyr sem er framleitt í Bandaríkjunum. Eins og fram kom í fjölmiðlum í janúar keypti franski mjólkurrisinn Lactalis keypti The Icelandic Milk and Skyr Corporation en fyrirtækið framleiðir Siggi’s Skyr. Samkvæmt Fréttablaðinu var söluverðið í kringum 300 milljónir dala en fyrirtækið var í 75 prósent hluta í eigu stofnandans Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, ættingja hans og vina. Sjálfur átti Siggi fjórðung.

Í aprílgabbinu kom fram að fyrirtækið væri afar spennt að kynna nýjustu vöru sína: Skyr með kæstum hákarli. „Stórir bitar af hákarli sjá til þess að þú nýtur bragðsins og lyktarinnar á hverju stigi kæsingarinnar. Þú trúir ekki þínum eigin bragðlaukum!“

Gabbið hefur vakið mikla athygli. Og ekki bara góða athygli. Matthew Oppenheim skilur eftir athugasemd um að Siggi’s Skyr hefði átt að nýta tækifærið og vekja athygli á slæmri meðferð á hákörlum.

Juliana Towson er öllu reiðari, segir fyrirtækinu að skammast sín og að brandarinn sé alls ekki fyndinn. „Þú hefðir getað valið bragðtegund sem er ekki unnin úr dýri í staðinn fyrir að velja hákarla sem er drepnir í milljónatali árlega. Ég kaupi vörurnar ykkar aldrei aftur!“

Athugasemdirnar undir gabbinu skipta hundruðum og eru nokkrir á því að Juliana þurfi aðeins að slaka á. Hún dregur hins vegar ekki í land, gefur frekar í og segir að fólk myndi vita við hvað hún vinnur.

Hér má sjá gabbið góða

We are thrilled to be launching something truly amazing today: fermented shark skyr! Savor this traditional Icelandic…

Posted by siggi's on Sunnudagur, 1. apríl 2018

Auglýsing

læk

Instagram