Argentínsk fyrirsæta hitti Rúrik á Miami: „Hún fékk mynd af sér með mér”

Auglýsing

Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba segist hafa hitt Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum en frá þessu er greint á Vísi.is.

Cordóba segir í samtali við argentínska miðilinn Clarín að kynni hennar og Rúriks hafi verið ánægjuleg og að hann hafi verið mjög indæll. Hún segir að þau hafi farið út að borða og eytt saman síðdegi í borginni eftir að hafa skipst á símanúmerum og skilaboðum.

Sjá einnig: Rúrik ekki vanur því að vera í sviðsljósinu: „Fólk hefur kannski verið búið að ákveða hvernig týpa ég er”

Rúrik staðfesti að hann hefði hitt hana í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun.

Auglýsing

„Jú, ég hitti á hana. Hún fékk mynd af mér með sér. Ég held að þetta sé sprottið þannig að ég var í sundlauginni og hún fékk mynd af sér,“ sagði Rúrik.

Cordóba segir að hún hafi séð Rúrik á sundlaugarbakkanum og hafi beðið hann um að gera með sér Instagram story. Í kjölfarið hafi þau spjallað saman og hún hafi sagt honum frá því hversu vinsæll hann sé í Argentínu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram