Ari Eldjárn gerir grín að Dönum í Danmörku

Ari Eldjárn kemur fjórum sinnum fram á grínhátíðinni Copenhagen International Comedy Club sem hefst í kvöld. Hátíðin fer fram í Bremen leikhúsinu í hjarta Kaupmannahafnar og ásamt Ara koma fram Robert Kelly, Colm O’Reagan, Darren Maule og Ari Shaffir.

Ari kemur fram í kvöld, á morgun, á fimmtudag og föstudag. Í gær biðlaði hann til Íslendinga í Kaupmannahöfn að láta sjá sig á hátíðinni svo hann þurfi ekki að gera grín að dönum óstuddur:

Ég er að fara að gera massamikið grín af Dönum og Danmörku, denglish-framburðinum og öllu þessu dóti. Ég þori eiginlega ekki að vera alveg stuðningslaus í salnum, þannig að það væri vel þegið að hafa sem flesta Íslendinga á svæðinu.

Fyrir áhugasama Íslendinga í Köben þá útskýrir Ari einnig hvernig er hægt að fá afslátt af miða:

Uppistand Ara verður á ensku en hann hefur áður ferðast með grín sitt um Norðurlöndin með góðum árangri, enda einn fyndnasti maður landsins.

Íslendingar eru ansi duglegir við að gera grín að dönum, hver man ekki eftir uppistandinu Ég var einu sinni nörd með Jóni Gnarr? Löngu tímabært að rifja það upp:

Auglýsing

læk

Instagram